05 ágúst 2007

Útlendingar læri íslensku ...

... þó ekki væri til annars en að segja Íslendingum til vegar.
Ég var stödd á bensínstöðinni minni hér á Egilsstöðum í dag. Þangað inn kom virðuleg kona, vel klædd og hafði greinilega allt til alls. Hún var að spjalla við einhvern í farsíma en lítur allt í einu upp og segir við stúlkuna á kassanum "Afsakið þér, en hvar er ég?"
Afgreiðslustúlkan, sem mig minnir að sé þýsk frekar en pólsk, leit undrandi upp "HA????". "Hvar er ég stödd?" sagði konan. "Þú ert í Egilsstaðir."
Ég vildi fá að vera fluga á vegg þegar þessi frú fer að segja vinkonum sínum ferðasöguna og frá þeim stöðum sem hún heimsótti á leið sinni um landið.

|