Bréf frá miðaldra konu á Austurlandi...
... pólitískt skilgreind vinstri blá.
Ég vil taka undir orð ritara Benedikts páfa í frétt á visir.is http://www.visir.is/article/20070727/FRETTIR02/70727055 (afsakið lélega tæknikunnáttu mína).
Fréttir frá meginlandinu á þessu ári eru að rétt sé að krossinn, tákn kristinna, verði ekki sýnilegur opinberlega í Evrópu til að særa ekki fólk úr öðrum trúfélögum. Það eru alltaf einhverjar fréttir um að Evrópubúar eigi að þurrka út menningareinkenni sín til að særa ekki þá sem hafa flutt úr öðrum heimsálfum til Evrópu.
Nú er það þannig að mér finnst að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir, en sum dýr eiga ekki að valtra yfir önnur í nafni alþjóðahyggju. Við eigum að taka á móti þeim sem vilja koma til okkar og gefa þeim tækifæri til að lifa lífinu á sínum forsemdum, en mér finnst það út í hött að við bukkum okkur og beygjum og hendum okkar menningu fyrir róða af tillitssemi við alheiminn.
Siðfræðin okkar er kristin og þó ég sé utan allra trúfélaga þá bið ég þess að við höldum í okkar siðfræði og að við þorum að halda uppi röð og reglu í samfélaginu okkar til að allir geti verið frjálsir og fái notið sinna hæfileika.
Amen.