01 júlí 2007

Í fréttum er þetta helst.

Í gær tjöruhreinsaði ég bíl í fyrsta skipti á ævinni.
Í dag bónaði ég bíl í fyrsta skipti á ævinni og nú stendur hann Súbbi minn glansandi hreinn og fínn úti á hlaði. Ja reyndar fyrir utan gommu af flugnahræjum sem kesstust framan á hann þegar ég brá mér í kaupstað í dag.
Það er samt skárra að hreinsa flugnahræ heldur en fuglshræ, en það þurfti ég að gera um daginn. Það var dauður þröstur klesstur inn í stuðarann og ég varð að slíta af honum hausinn til að ná honum, hausinn féll á jörðina, hann er ekki inn í stuðaranum.
En svona gengur það þegar maður þarf að aka dagalega fram og til baka í skóginu og fuglarnir skjótast upp úr vegkantinum.
En svo eru það aðal fréttirnar, í dag var byrjað að flísaleggja bílskúrinn í Skógarkoti og það er búið að flísaleggja þriðjunginn.
Núna er byrjaður síðasti vergangsmánuðurinn. Konni kynlegi fann það út í grillpartýinu í gær að ég væri gleðikona á vergangi. Það er ekki slæmt hlutskipti skal ég segja ykkur. Alla vega þegar manni er ekki í kot vísað.

|