08 júní 2007

Kveðjustund

Í dag var Hrafkell A. Jónsson kvaddur hinstu kveðju.
Það var fallegt veður á Héraði og hann fékk gott í gröfina. Gróðurinn útsprunginn og gróskumikill.
Athöfnin í Egilsstaðakirkju var mjög falleg en að mörgu leyti sérstök. Hrafnkell fékk að sjálfsögðu margar þakkir fyrir vel unnin störf frá félögum sem hann hefur starfað í og ekki síst félögum Sjáfstæðismanna. Blómaskreytingar voru í bláu og hvítu og einstaka rauð rós sást. Félagar hans úr Samfrímúrurum stóðu heiðursvörð við kistuna og svo þegar kistan var borin út var Internationalinn leikinn.
Andstæður eins og margt í lífi Hrafnkels.
Það verður tómlegt að koma á Héraðsskjalasafnið framvegis og ekki víst að þar gangi maður að því vísu að eiga hauk í horni, en Hrafnkell lagði sig sérstaklega fram um að efla bókakostinn á safninnu á þann veg að hann nýttist sem best þeim sem stunda fjarnám hér fyrir austan.

|