02 júní 2007

Karlaþáttur

Karlarnir sem vinna í Bjarkarselinu eru sko mínir menn.
Í gær tóku þeir 3 stóra steina sem komu upp úr grunnunum í götunni og röðuðu þeim fallega í eitt hornið á lóðinni minni. Ég var nefnilega búin að segja þeim að mig langaði í þessa steina. Svo eru þeir bara komnir inn í garðinn minn, nosturslega raðað saman.
Ég fór líka og keypti stóra Makkintosdós til að færa þeim með kaffinu á mánudaginn.
Þegar ég ók um götuna í gær, veifuðu Pólverjarnir til mín og brostu sínu blíðasta, kannski segja þeir ekkert, koma nú helvítis kerlingin, eins og ég ímyndaði mér að þeim myndu segja af því að ég er eins og grár köttur þarna uppfrá.
Hákon Aðalsteins stóð úti á hlaði með pípu sína, en hann og Sía eru fyrstu íbúarnir í götunni. Við tókum tal saman og hann sýndi mér hvað allt er að verða fínt hjá þeim.
Fallegasti maður á Fljótsdalshéraði var að vinna í húsinu mínu í vor, en því miður er hann hamingjusamlega giftur.

|