Sextíu og sex ...
... tíminn skríður áfram og nú eru 66 dagar eftir á vergangi.
Ég fékk þá óþægilegu tilfinningu núna í vikunni að ég væri að gera akkúrat ekki neitt. Allir eru að gera eitthvað. Á kafi í félagsmálum, á kafi í pólitík, á kafi í vinnunni.
Ég er bara á kafi í draumalandi, skoða húsgögn á netinu, spái í liti og hvernig á að hengja upp myndir. Sinni varla vinnunni, tek varla nokkurn þátt í samfélaginu og blanda varla geði við nokkurn annan en Kolgrímu.
Jæja, þetta er bara ár framtíðardrauma. Kannski að félagslífið komi við sögu á næsta ári.