Eggjahljóð
Hreiðurgerð á Þingvöllum virðist miða vel áfram.
Þau eru búraleg skötuhjúin þegar þau koma fram í lágreistar dyrnar og brosa framan í alþjóð, segja nokkur orð og snúa svo aftur inn til að huga að eggjunum.
Þetta er alveg ný mynd af maddömunni sem maður fær þessa dagana, af hverju er hún ekki í peysufötum úr því að hún er komin í hreiðurgerð austur fyrir Ártúnsbrekkuna? Ég hélt að hún myndi ekki slíta sig frá Tjörninni.
En Geir þarf alla vega ekkert að vera hræddur um að þessi stúlka fari að eiga við vin hans Jón.