18 maí 2007

Tapaðar áttir

Ég er lítið betri en Kolgríma.
Ég var mjög niðursokkin í eigin hugsanir á leiðinni heim. Komst til meðvitundar þegar ég var komin langt inn í gömlu götuna mína. Kannski að nýir húsráðendur á Reynivöllunum þurfi ekki bara að sætta sig við Kolgrímu mænandi inn um stofugluggann heldur líka við mig á hurðahúninum.
Ég verð nú að viðurkenna að eins og ég er nú mikil bjartsýnismanneskja og get fyrirgefið veðurguðunum eitt og annað að þá finnst mér þetta skítaslagveður hér á Héraði núna eiga betur heima í október en í maí.

|