08 maí 2007

Júróvisjón

Það styttist í Júróvisjón.
Ég sá það á netinu að Finnar væru heillaðir af framlagi Íslands og Eiríkur nyti mikill vinsælda í Helsinki.
Gott að okkar maður gerir það gott, en einhvern veginn hef ég ekki neitt rosalega trú á að það sé mælistika á hvernig öðrum þjóðum hugnast íslenska lagið.
Kom á síðustu stundu upp í Skógarkot í dag til að forða rafvirkjanum frá því að draga bandvitlaust í. Hann var með gamla og úrelta teikningu að draumahúsinu og var ekki búinn að sjá margra síðna doðrantinn minn um breytingar og séróskir.
En þetta gekk nú allt vel og ég hef nú á tilfinningunni að með þessu áframhaldi verði húsið tilbúið fyrir Jónsmessu.
Skrýtið að koma inn og það er búið að setja upp milliveggi, þetta er allt að taka á sig mynd.

|