1. maí
Bestu kveðjur til verkamanna í dag.
Gámurinn er kominn svo það er ekki til setunnar boðið hér hjá mér. Það vildi ég að allir sterkir vinir mínir ættu erindi við mig í dag, því mig vantar nokkrar hraustar manneskjur.
Ég verð að vera dugleg að hlaða gáminn og koma honum í burtu því hann stendur leiðinlega í götunni og ég veit að nágrannar mínir á móti eru ekki kátir.
Ef þeir fara að kvarta þá vísa ég bara á hann Bigga við hliðina. Ægir á Samskipum kom og setti gáminn við lóðina hjá mér í gær, hann gat ekki sett hann niður alveg eins og ég vildi af því að það er svo þröngt í götunni og Ægir var á stórum gámaflutningabíl. Svo Biggi snaraðist og sótti lyftara og snéri gáminum þannig að það er mjög þægilegt fyrir mig að hlaða hann en Dagný á móti verður að bakka nýju Toyotunni sinn gætilega svo hún bakki ekki á gáminn.
Þegar Þórunn Gréta fékk píanóið sitt þurfti að safna fílelfdum mönnum til að koma því heim í hús. Fyrsta sem Anna Guðný hugsaði var ; Já, ég fæ Rannveigu systur og svo einhverja sterka karla, en hverjir eru þeir???
En að öðru, ég opnaði út til að hleypa inn fersku lofti, en hvað fæ ég? Eau de Egilsstaðir; fnykurinn af Egilsstaðatúnunum. Þetta er búið að standa yfir alla þessa góðviðrisdaga, mikið rosalega hafa Egilsstaðakýrnar skitið mikið í vetur. Ég fer nú að setja spurningarmerki við þessa lífrænu ræktun, þetta er ekki nein smá loftmengin. Fuglarnir eru vankaðir og syngja falskt.