07 apríl 2007

Gersemar

Það getur verið gaman að pakka dótinu sínu.
Eitt og annað skemmtilegt kemur í ljós. Ég var t.d. að finna skrifbók sem örverpið mitt átti í 6 ára bekk, bókina sem m.a. inniheldur hina ógleymanlegu ferðalýsingu Noregsferðin.
Það eru margar skemmtilegar sögur í þessari bók, frásögn úr afmæli Selmu, saga um sorgmætt páskaegg o.fl.
Hér er ein saga, birt stafrétt, án leyfis höfundar.
Fyrst er teikning af manni (sem líkist engissprettu) að fara upp stiga en efst er kona sem situr við borð.
Prinnsesan
Þetta er maður. Hann á að frelsa prinsesu en stigin sem hann á að fara upp er svo háll að hann komst aldrei upp. Hann loksins kemst hann upp og náði prinsessunni svo fór hann með hana heim til sín og þau lifðu til æfiloka. Sögulok.
Gullkorn dagsins á dagatalinu mínu: Lífið er eins og rjómaísinn. Njóttu þess á meðan þú getur áður en það rennur út.

En svo má líka segja að rjómaísinn er eins og lífið, bestur á góðviðrisdögum.

|