27 apríl 2007

Samningar undirritaðir

Í gær voru nokkrir tímamótasamningar undirritaðir.
Sumir komust í fjölmiðla en aðrir ekki.
Það er auðvitað merkilegt að Íslendingar skyldu slíta konungssambandi við Dani til þess eins að skríða undir verndarvæng Norðmanna. Ég man ekki betur en að manni hafi verið kennt það í Íslandssögunni að Norðmenn væru skúrkar sem hefðu flæmt forfeður okkar vestur á bóginn.
Persónulega hefði ég viljað vera áfram í konungssambandi við Dani og sleppa því að reka míní-hirðina á Bessastöðum.
En hvað um það, það voru undirritaðir fleiri tímamótasamningar í gær, samningar sem varða mitt líf meira en þessir sem Valgerður var að undirrita, ég sem sagt undirritaði loksins kaupsamninga vegna núverandi íbúðarhúss og vegna draumahússins míns, Skógarkots. Og til að gera daginn enn ánægjulegri fékk ég að vita að það eru líkur á að ég fái húsið afhent um miðjan júlí.
Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil og 26. apríl er hér með lýstur þjóðhátíðardagur Skógarkotsbúa.

|