04 maí 2007

Ég er snobbuð

Ógeðslega erfitt að sætta sig við það.
Ég fór í búðir í dag og var að skoða borðstofumubblur. Sá ekkert i IKEA sem mig langaði í. Kíkti í Eggið og þar var flott borð en ekki úr rétta viðnum.
Ég var búin að heyra að í Rúmfatalagernum væri fínt borð og úr því að ég var í Smáranum munaði svo sem engu að kíkja.
Þar var flottasta borðið sem ég sá í dag. Eiginlega fúlt að viðurkenna það, en ég efast um að ég sjái fínna borð.
En ég bara fíla einhvern veginn ekki ef einhver spyr mig hvar ég hafi keypt borðstofuborðið að segja; Í Rúmfatalagernum.
Ég bara verð að viðurkenna að ég ætla að kíkja í fleiri húsgagnaverslanir.
Ef ykkur finnst fínt borðstofuborðið sem ég kaupi í Skógarkot og ég verð eitthvað vandræðaleg ef þið spyrjið hvar ég keypti það; Hummmm, já, þið fóruð bara til berja í haust eða þannig, þá er bannað að spyrja aftur.

|