06 maí 2007

Fluttar

Þá erum við Kolgríma fluttar.
Núna búum við hjá Þórhalli og fjölskyldu á Faxatröðinni.
Kisa er hálf rugluð yfir þessu tilstandi, hún er ekki vön að fara í önnur hús.
Það kom vaskur flokkur og snaraði öllu innbúi mínu út í gám. Veðurguðirnir hlífðu okkur við snjókomunni eða öllu heldur kannski slyddunni rétt á meðan, en nú er leiðinda votviðri.
Það er ekki eins og allt sé búið, innansleikjurnar eru eftir og um næstu helgi kemur hreingerningaflokkurinn.
Þetta leggst allt vel í mig og ég veit að þetta sumar verður flogið framhjá áður en ég veit af. Svolítið skrýtið að hlakka til að sumarið taki enda, venjulega vill maður að það líði nú hægt og rólega svo maður nái að njóta þess.

|