Kolgríma ...
... skilaði sér ekki heim af sjálfdáðum.
Nýju húsráðendurnir á Reynivöllunum hringdu og létu mig vita af henni þar sem hún stóð í garðinum og mændi inn um stofugluggann þar sem allt er á fullu í málningarvinnu.
Ég varð að sækja hana, en það yljaði mér um hjartarætur að hún var mjög kát að sjá mig.
Ég er alltaf jafn þreytt, þessi þreyta er sest að í mínum gamla skrokki.
Reyndar fann ég það út að það er ekki rétta leiðin að vera alltaf að mæðast og nota hverja stund til að leggjast fyrir og loka augunum. Ég skrapp út í dag og ég hresstist ótrúlega við það.
Af hverju eru skynsamlegu leiðirnar alltaf þær sem skila mestum árangri en ekki þessar sem eru léttastar og maður þarf að hafa minnst fyrir?
Það er víst ekki um annað að gera en bretta upp ermarnar og hætta þessu væli. Við Nína vinkona ætlum að hefja nýtt heisluátak í þrekasalnum eftir helgina.