14 maí 2007

Fallegur dagur á Héraði

Það er afskaplega fallegt á Fljótsdalshéraði í dag.
Fljótið er spegilslétt, kosningasnjórinn er farinn og við blasa grænar grundir. Lerkið er sprungið út og birkið er farið að bruma.
Ég sá uppáhaldsfuglinn minn í morgun, litla sæta maríuerlu. Fyrsta maríuerlan sem ég sé í vor. Ég hef ekki séð neinn spóa og einhvern tíma heyrði ég að maður gæti ekki verið öruggur með að veturinn væri farinn fyrr en spóinn væri kominn. Reyndar sá ég einn spóa á Tenerife í mars, en hann telst ekki með.
Í dag fer ég á Hornafjörð og ég vona að það verði stillt og fallegt veður á leiðinni því það er svo fallegt í Berufirði og Álftafirði þegar sjórinn er spegilsléttur.
Núna eigum við Kolgríma lögheimili í Skógarkoti.

|