Heilsuátak
Við Nína ákváðum í síðustu viku að hefja heilsuátak saman.
Okkur gekk svo rosalega vel í átakinu sem við vorum í fyrir nokkrum misserum og ætlum að reyna að ná sama árangri aftur.
En hvað skeður, íþróttahúsinu bara lokað daginn sem heilsuátakið átti að byrja. En við sáum nú við þessum bellibrögðum hjá honum Steina og fengum okkur góðan göngutúr í skóginum. Auðvitað liggur einn stígurinn niður í hverfið mitt og skv. skipulaginu á að koma einn stígur úr endanum á Bjarkarselinu beint út í skóg.
En svo til að trufla fína heilsuátakið er Nína rosalega upptekin í bæjarstjórninni og það er ekki nóg, það verður að gera hlé á nýbyrjuðu heilsuátaki af því að Nína er að fara suður til að mynda nýja ríkisstjórn.
Hvers á heilsa mín að gjalda?