28 júní 2007

Máttur bænarinnar

Um daginn bað ég æðri máttarvöld um smá rigningu.
Ég hef heldur betur verið bænheyrð. Ég hef verið í fríi 3 daga í þessari viku, tvo daga hefur verið rigning, þokuloft og skítakuldi.
En takk fyrir að bænheyra mig þú þarna í efra, takk kærlega, en þetta er orðið gott, nú vil ég gjarnan sjá sólina aftur.
Þetta hefur samt bara verið ágætt, í svona veðri færist yfir mann værð og ég hef verið að drepast úr leti, ekki gert neitt af viti og sofið langt fram á dag, alveg til kl. 10 á morgnanna. Hef nú samt mætt tvisvar í ræktina í þessari viku og stefni þangað á morgun.
Þetta er nokkuð ljúft ástand.

|