21 júní 2007

Sumarsólstöður

Uppáhalds árstíminn minn.
Annars á hver árstíð með sinn sjarma. Það er t.d. fátt fallegra en litríkt haust.
En hvað um það, ég ætti auðvitað að fara út á Vatnsskarð eða þó ekki væri nema upp á Fjarðarheiði og fylgjast með miðnætursólinni. Best af öllu væri náttúrlega að vera niður á Borgarfirði.
Það styttist í að sumarbúðirnar við Kárahnjúka opni þetta árið. Krakkarnir hafa bara gott af að koma og anda að sér heilnæmu íslensku fjallalofti. Kannski er þetta eina tækifærið sem þau hafa til að fara úr borginni og sjá íslenskt landslag - þau hefðu kannski átt að koma fyrr, áður en framkvæmdir hófust þarna uppfrá.

|