19. júní
Sólin skín á Héraðsmenn.
Það gerði hún líka sunnudaginn 19. júní 1977, en þá fæddist hún Gunnhildur mín á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að viðstöddum föður sínum og móðurömmu auk venjulegs hjálparliðs við fæðingar.
Þegar Gunnhildur byrjaði í leikskóla fannst mér ótrúlegt að ég ætti svona stórt barn, þegar hún byrjaði í grunnskóla horfði ég á hana og furðaði mig á að eiga svona sæta stelpu, þegar hún fermdist, þegar hún fór í MA, þegar hún gifti sig, fór í Háskólann - undarlegt að vera móðir svona ungrar konu.
Nú er staðan hjá okkur mæðgum sú að örverpið er á þrítugsaldri, frumburðurinn á fertugsaldri og ég á fimmtugsaldri.
Til hamingju með daginn Gunnhildur mín.
Ég óska Margréti Thoroddsen til hamingju með níræðisafmælið í dag og Höllu Ragnheiðar- og Eymundardóttur með 6 ára afmælið.
Nú svo óska ég öllum íslenskum konum til hamingju með daginn!