30. júní
Í dag er Þórhallur bróðir minn 55 ára.
Ósköp eldast þessi systkini mín, öll komin vel á sextugsaldur. Ég held ég verið að fara að athuga um pláss á elliheimili fyrir þau meðan ég er enn svona ung og spræk.
Við hér á Fjósakambinum ætlum niður að Fljóti í kvöld að grilla og húsbóndinn er búinn að taka úr frosti ýmsa líkamsparta af lambi, þetta verður kjöt fyrir alla ættina. Vona að Þórhallur sjái sér fært að koma til byggða og fá sér bita af grilluðu kjöti í kvöldsólinni við Lagarfljót.
Konni kynlegi kíkti hingað í gærkvöldi og ég er ekki frá því að hann mæti í grillsamkvæmið með sína fjölskyldu.
Það stefnir í skemmtilegt kvöld og veðrið er eins og best verður á kosið.
Það lítur líka út fyrir að það verði byrjað að flísaleggja bílskúrinn í Skógarkoti um helgina, kamínan er komin austur, búið að smíða allar innréttingarnar í húsið, ég er búin að velja lit á veggina og nú bara sit ég og spila fingrunum í borðplötuna og vona að þetta gangi allt hratt og vel. Ég er búin að vera tvo mánuði á vergangi.