16 nóvember 2007

Leikhús

Bráðum fer ég til höfuðborgarinnar.
Í haust keypti ég tvær ferðir til Reykjavíkur, aðra í nóvember og hina um jólin. Fékk þær báðar á ótrúlega góðu verði. Ég var meira að segja að hugsa um það um daginn þegar ég fór á pósthúsið með ábyrgðarbréf að miðað við þyngdina á bréfinu og kostnaðinn við að senda það, þá er gjafverð fyrir mig að fljúga, jafnvel á fullu fargjaldi. En ég er að vísu ekki borin út til viðtakanda.
En hvað um það. Við mæðgur ætlum út að borða og í leikhús í lok nóvember. Ég hef verið að skoða hvað er í boði þennan dag sem við stefnum á og það er eftirfarnandi: Í Þjóleikhúsinu: Óhapp,Hamskiptin og Kona áður. Í Borgarleikhúsinu: Ást og Lík í óskilum.
Nú er það bara spurningin, hvað eigum við að velja?

|