14 nóvember 2007

Höfn í Hornafirði

Í dag er ferðinni heitið á Hornafjörð.
Ég þarf ekki að vera bílstjórinn svo ég get sofið í alla vega 2 tíma fram að hádegi. Ég ætla að taka ferðahálskoddann minn með mér. Sem minnir mig á prestakraga, hummm, kannski að þeir hafi verið fundnir upp sem stuðningur við hausinn.
En hvað um það. Ég fór til læknis í fyrradag út af þessari þrálátu þreytu og svefnsýki. Það var sogað úr mér heilmikið blóð sem sett verður í mjög viðamikla rannsókn.
En ég var líka að hitta lækninn af því að ég var eiginlega orðin sannfærð um að ég væri komin með beinkrabba - ef ég er á annað borð að ímynda mér eitthvað þá hef ég það bara eitthvað stórkostlegt. Nú, hann skrifaði sjúkdómsheiti á blað og sagði mér að googla það. Ég man eftir því að mönnum hér á Egilsstöðum þótti það bera vott um fáfræði hjá Stefáni lækni þegar hann skellti læknabók á borðið framan við sjúklina og bauð þeim að lesa um mannslíkamann.
Núna er manni vísað á netið. En ég er svo sem litlu nær. Þetta er eitthvað fyrirbæri sem heitir Ganglion og menn vita ekkert af hverju þetta poppar upp á mannslíkamanum. En þetta er ekkert hættulegt svo ég get sofið róleg þess vegna.

|