30 október 2007

Okkar maður

Stundum á ég erfitt með að átta mig á fréttaflutningi.
Við erum alltaf að heyra af stórsigrum landa okkar í íslensku útrásinni og maður fyllist þjóðarstolti. Jón í Magasín, Sigurjón í Hollývúdd og Magnús í Latabæ.
Núna er ég eiginlega ekki alveg viss til hvers er ætlast af mér sem Íslendingi. Á ég að vera stolt af "okkar manni", eins og ég las í einum fjölmiðlinum, þessum sem var að reyna að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni?
Svolítið svona að reyna áð átta mig á þessu.

|