24 október 2007

Ég vaknaði klukkan fjögur í nótt

bara til að athuga hvað klukkan væri.
Ég ætlaði sko ekki að missa aftur af spinningtímanum eins og á mánudaginn. Svo þegar ég vaknaði kl. 5.45 þá var ég ekkert rosalega upprifin. Mig langaði meira í þreksalinn en í spinning en þar sem ég var nú búin að lenda í þessari uppákomu þarna á mánudagsmorguninn, þá var víst ekki um annað að gera en að fara niður í kjallara á íþróttahúsinu og taka duglega á hjá Þórveigu. Maður verður nú að halda reisn.
Ég kíkti mörgum sinnum á klukkuna á leiðinni en ég kom á réttum tíma, fékk hjól og lagði hart að mér í tímanum. Enda er ég eins og nýsleginn túskildingur.
Kolgríma notaði tækifærið og fékk sér morgungöngu upp úr kl. 6, áður en smiðir og verkmenn fylltu götuna okkar - hún er skíthrædd við alla þessa karla og hávaðann sem þeim fylgir.

|