20 nóvember 2007

Maðurinn minn

Ég hef eignast mann.
Hann virðist vera nokkuð traustur. Hann er rauðhærður með skegg og skalla. Kannski ekki alveg mín típa, en býður af sér nokkuð góðan þokka. Það fer ekki mikið fyrir honum og satt að segja hefur hann ekki sagt orð síðan ég kynntist honum. Frekar þögull. Hann er ekki að vastast í neinu sem honum kemur ekki við. Brosir framan í gesti og gangandi og er ekki drykkfelldur.
Hann hefur staðið úti á stétt við útidyrnar síðan hann kom inn í líf mitt. Ég er samt ákveðin í því að ætla honum stað á pallinum í framtíðinni.
Skúli og Tóta færðu mér hann á afmælinu og hann heitir Palli frá Stekk.
Það fer vel á því að á svölunum hjá Nínu er hann Svali bróðir hans Palla sem verður á pallinum hjá mér.

|