17 nóvember 2007

Innflutningsteiti

Í gærkvöldi var 1. í innflutningsteiti.
Til mín komu nokkrir svona vinnutengdir vinir og hér var glatt á hjalla.
Meðal gesta var annálað karlmenni, mikill veiðimaður og hundaeigandi, Helgi Jensson.
Ég hef stundum sagt við hann Helga að hann sé svo mikil karlremba að karlhormónin flæði út úr eyrunum á honum.
Þegar Kolgríma mín gekk í stofu fór Helgi eitthvað að gera lítið úr henni, sagði að það væri nú réttast að sækja veiðihundana og leyfa þeim að nusa af henni.
En Kolgríma mín lætur ekki slá sig út af laginu. Hún heilsaði gestum, einum af öðrum, kom að Helga og gerði sér lítið fyrir, stökk upp í fangið á honum, hringaði sig niður í kjöltu hans og fór að sofa.
Í kvöld verður 2. í innflutningsteiti. Þá koma ættingjar og vinir sem hjálpuðu mér í flutningunum. Hér er bara stanslaust stuð og allt eins víst að við skellum okkur bara á ball í Valaskjálf, sem enn eina ferðin á víst að vera síðasta ballið á þeim bæ.

|