08 maí 2008

Bærinn sundurgrafinn

Voðalega er þetta eitthvað lítið skemmtilegt.
Að hafa flestar götur bæjarins sundurgrafnar. Maður ætlar að fara á tiltekinn stað eftir venjubundinni leið, en að aka um Egilsstaði í dag er eins og að aka um í völundarhúsi þar sem maður er alltaf að koma í blindgötur og þarf að snúa frá.
Ekki veit ég hvað þessi gröftur á að fyrirstilla, það er verið að leggja einhverja sver svört rör í jörð. Ekki veit ég hvað er í þessum rörum. Mér sýnist líka að flest fyrirtæki bæjarins séu að verki.
Þetta minnir mig á fyrst árin hér á Egilsstöðum, þá voru götur alltaf í sundur. Fyrst komu símamenn og grófu og mokuðu yfir, svo komu rarikmenn og grófu á sama stað og mokuðu yfir og svo komu bæjarstarfsmenn og grófu, kíktu á lagnir og mokuðu yfir aftur.

|