18 október 2008

Höndla ekki hroka

Ég var í Bónus áðan.
Svo sem ekkert merkilegt með það nema að við kassann var einhver karl sem var bæði hranalegur og ókurteis við mig. Ég vissi ekki alveg hvað maðurinn var eiginlega að hugsa. Trúlega er ekki í lagi heima hjá honum.
En ég hugsaði um það á leiðinni heim hvað það hlýtur að vera ömurlegt að vera Íslendingur í útlöndum og lenda í leiðindum út af þjóðerninu.
Og þetta er það sem ég á verst með að sætta mig við í núverandi ástandi.
Efnahagssviptingar er eitt en glatað mannorð er annað. Ég get bara alls ekki sætt mig við að þjóðin hafi í heild glatað mannorðinu. Ég get ekki einu sinni beitt heimspeki Pollýönnu á þetta ástand.
Það má svo sem segja að það mátti skrúfa niður í þjóðarrembunni hjá okkur, en þetta er samt of mikið af því góða.
Ég held að ég fari ekkert út fyrir landsteinana næstu árin, ja, ekki nema þá að maður bregði sér til Vestmannaeyja eða Grímseyjar, já eða bara út í Papey. Svo ef ég fyllist virkilegri ævintýraþrá, þá held ég að ég treysti mér alveg til Færeyja.

|