10 október 2008

Frændur vorir Færeyingar

Mikið var ljúft að fá svona fallega kveðju.
Gott að vita að þegar við höfum glatað mannorðinu á alþjóða vettvangi þá skuli leynast einhvers staðar í veröldinni vinveitt þjóð. Guð blessi Færeyinga.
Aftur á móti blöskrar mér viðbrög forsætisráðherra Bretlands. Hann ætti aðeins að hugsa áður en hann framkvæmir. Þessi viðbrögð hans geta tæpast verið til annars en að reyna að afla sér vinsælda enda ku maðurinn vera óvinsælasti leiðtogi Verkamannaflokksins frá upphafi.
Það er ekki nóg með að Bretar búi til vondan mat, þeir eiga líka ljótan forsætisráðherra. Aumingja Bretar.
Tenórinn var mjög skemmtilegur. Hæfileg blanda af gamni og alvöru.

|