06 október 2008

Er tímabært

... að örvænta?
Ég verð að viðurkenna að fréttir síðustu daga eru farnar að brjótast út sem frunsa á neðri vörinni á mér og hnútur í maganum.
Samt hef ég persónulega ekki ástæðu til að örvænta, það er allt í góðum gír hjá mér. En þegar stjórnarandstaðan er ekki með yfirlýsingar, búið er að loka á viðskipti með fjármálafyrirtæki í Kauphöllinn, Landsbankinn selur evrur á 183 krónur þegar gengið er skráð á 155 og forsætisráðherra ítrekar að ekki sé ástæða til að örvænta, þá held ég að það sé full ástæða til að örvænta.
En samt held ég bara mínu striki og stefni á að eiga afmæli í næsta mánuði. Í gær byrjaði ég að baka og svei mér þá, það lukkaðist aldeilis vel. Svo gróf ég nautakjöt, svo hér í Skógarkoti fær lífið bara að tifa sinn vana gang.

|