03 október 2008

Lífið gengur sinn vana gang

Hér í Skógarkoti er allt í ró og spekt.
Klófríður og Kolgríma hafa ekki áhyggjur af efnahagsástandinu. Þær skokkuðu saddar og sætar út í haustsólina og Kolgríma hélt á vit ævintýranna út í skógi með Klófríði í eftirdragi.
Í dag eiga þær systur Magga Dís og Kristín Halldóra Halldórsdætur afmæli. Líka örverpið mitt hún Anna Berglind. Svo er Einar Frosti sonarsonur Magga tveggja ára.
Afmæliskveðja til þeirra allra.
Ég ætla að einbeita mér að því að njóta haustfegurðarinnar á Fljótsdalshéraði í dag og láta landsfeðurna um að vera með hnút í maganum. Ég hef bara samúð með öllum þeim fjölmörgu barnafjölskyldum sem horfa fram á þrengingar í atvinnu- og efnahagsmálum.

|