04 október 2008

Ammæli

Í dag var ég í sextugsafmæli Gissurar bróður.
Ósköp sem maðurinn er orðinn gamall, kominn á sjötugsaldur. Og ég svona kornung, bara 49 ára.
Annars er það merkilegt með þennan aldur, maður er alltaf á besta aldri hvað sem maður er gamall. Ég hitti áttræða konu á Spáni um daginn. Hún bar aldurinn vel og var við góða heilsu. Hún hugsar alveg eins og ég, þ.e.a.s. henni finnst hún bara vera tvítug inn í sér. Ég ætla alltaf að vera tvítug inn í mér, líka þegar ég fer á elliheimilið í rauða pallíettukjólnum.
Það var ágæt áletrun sem ég sá á bol einum, Ég er ekki 50 ára, ég er 18 ára en hef þar að auki 32 ára lífsreynslu.
Þá er það bara spurning hvort við sækjum um aðild að Evrópubandalaginu eftir helgina. Það er nú tæplega þannig að við bara bönkum upp á og okkur verði hleypti inn án skilyrða.
Hvar ætli við værum stödd ef við hefðum látið það eiga sig að stofna lýðveldið 1944 og værum enn undir Dönum? Það væri gaman að vita, en svör fást víst ekki við því.

|