07 október 2008

Á krepputímum

Nú er um að gera að standa saman.
Ekki skaðar að fara með æðruleysisbænina: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
Við Gréta Aðalsteins vorum að rifja upp kreppu-sælkerarétti. Svo getur maður fundið upp nýja. Við vorum að semja kreppudrykk sem er góður í staðinn fyrir gos. Að sjóða upp engiferrót, blanda hunangi við og kæla drykkinn svo. Þetta er ljómandi fínn drykkur og hollur að auki.
Í gær ræddi ég við mína nánustu og sem betur fer kemur litla fjölskyldan mín til með að spjara sig í gegnum þessar þrengingar. Mirek er að semja alls konar góðar uppskriftir þar sem lambalifur er aðaluppistaðan. Við snúum bara bökum saman og tökum upp ný lífsgildi, eða öllu heldur setjum gömul gildi í öndvegi. Eins og að efla fjölskyldu- og vinabönd.
Því miður eru sumir, mér nákomnir, að ganga í gegnum mjög erfiða tíma núna og ég bið Guð að gæta þeirra.
Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum vér.

|