Speki dagsins
Eins og svo oft áður hittir speki dagsins á dagatalinu mig vel í dag.
Þegar skýfall dembist yfir líf þitt og allt í kringum þig er rok og rigning, þrumur og eldingar, er kominn tími til að leita skjóls undir regnhlíf fyrirheita Guðs, halda kyrru fyrir og bíða átekta. Sá sem stjórnar vindunum myndar líka regnboganum.
Það er víst ekki annað að gera í þessum hvirfilvindum sem blása um okkur Íslendinga núna, maður leitar vars og bíður þess að öldurnar lægi.
Meðan ég bíð ætla ég að njóta þess að eiga góðar stundir með mínum nánustu.
Annað kvöld á ég von á systkinum mínum í mat til mín. Kjötsúpa og nýbakað brauð, arineldur og huggulegheit. Ætli við horfum ekki bara saman á Útsvarið.