14 desember 2008

Aftur til starfa

Loksins get ég farið að koma lífi mínu í eðlilegan farveg.
Ég mæti til vinnu á morgun eftir hálfan mánuð í eymd og volæði.
Maggi hefur komið í veg fyrir að ég tapaði geðheilsunni fyrir fullt og allt, en hann hefur verið ótrúlega þolinmóður í hjúkrunar- og umönnunarstörfunum.
Það sem mér finnst standa upp úr í fréttum undanfarinna daga eru mótmælin á Akureyri þar sem löggan gaf fólki heitt kakó, það var vel til fundið.
Mér finnst líka vel til fundið hjá Akureyringum að reisa minnisvarða um atburðina sem urðu til þess að skilja að framkvæmdavald og dómsvald á Íslandi. Nú er bara eftir að aðskilja framkvæmdavald og löggjafavald.
Svo eru það fréttir af Geir Ólafs. Hann vill örugglega vel með því að syngja fyrir frændur vora Færeyinga, en ég veit ekki hvort Færeyingar upplifi það sem þakklætisvott frá íslensku þjóðinni.
En landsfeðurnir virðast ekki ætla að koma sér saman um hvert sigla skal þjóðarskútunni. Ég er farin að verða hálf sjóveik í þessu volki.

|