24 desember 2008

Gleðileg jól

Ég óska vinum og vandamönnum gleðilegra jóla.
Ég vona að við eigum öll notalega hátíð í vændum og að kvöldið verði ljúft og gott.
Hér í Skógarkoti er allt tilbúið fyrir aðfangadagskvöld jóla. Ég á eftir að skella mér í bað, Maggi ætlar að renna yfir gólfin með ryksugunni og svo verður farið að huga að því að elda rjúpur og hamborgarhrygg.
Við gátum ekki ákveðið hvað við ættum að hafa í matinn í kvöld og þar sem valkvíðinn var farinn að trufla okkur varð niðurstaðan sú að hafa engan forrétt, tvo aðalrétti, ávexti, ís, kaffi og konfekt síðar í kvöld ef magaplássið leyfir.
Kisurnar fá nýjan íslenskan fisk til tilbreytingar frá innfluttum kattamat.
Ég hlakka til að setjast niður eftir matinn, opna jólakortin og fá kveðjur frá vinum og ættingjum.
Guð gefi ykkur öllum friðsæla jólahátíð.

|