19 desember 2008

Á Höfn

Það er jólalegt á Höfn í Hornafirði.
Við gistum á Hótel Höfn og fengum inni í útihúsi. Ég hélt að ástandið væri eins og í Betlihem forðum, að öll gistiplássin væru upptekin, en svo var ekki, það voru ekki aðrir gestir á hótelinu og ekki þótti svara kostnaði að kynda alla bygginguna upp fyrir okkur.
Það vakti athygli mína í gærkvöldi, þegar ég stóð utan við hótelið og virti fyrir mér sjörnubjartan himininn, að það barst óhemju þungt hljóð frá sjónum. Ég hef aldrei heyrt svona þungt hljóð í náttúrunni og þetta þunga ölduhljóð var ennþá í morgun þegar ég fór á fætur.
Alveg með ólíkindum að einhver skyldi taka upp á því að stela sér skipi og sigla út Hornafjarðarós í þessu brimi. Enn ótrúlegra að hann skyldi komast á haf út.
Ef ég væri útgerðarmaður á Höfn myndi ég athuga það að ráða þennan mann í vinnu.

|