09 febrúar 2009

Arabafrúin á Bessastöðum

Enn koma upp óvænt atriði í hinnum íslenska raunveruleika.
Raunveruleika sem er ótrúverðugri en nokkur revía.
Geir og Ingibjörg faðmast og kyssast fram í skilnaðinn. Jóhanna leitar logandi ljósi að aðferð til að koma Davíð fyrir kattarnef.
Stjórnmálamenn sem reyna að tala um allt nema það sem skiptir máli. Stjórnlagaþing, stjórnarskrárbreytingar og guðmávita hvað sem ekki er alveg það allra nauðsynlegasta hjá þjóð sem er að komin algerlega og gersamlega á hausinn og guðmávita hvort á til hnífs og skeiðar næsta vetur.
Bætist þá ekki við svona líka yndislegar heimilserjur á Bessastöðum. Akkúrat það sem þjóðin þurfti á að halda frá dekurdúllunum á Bessastöðum.
Æi, getið þið ekki gefið íslensku þjóðinni svigrúm? Svigrúm til að halda heimilunum gangandi, til að halda fjöskyldunum saman, til að fá að lifa áfram í þessu landi.
Mér þykir það skjóta skökku við að hin gyðingættaða forsetafrú vor líki stöðu sinni á Bessastöðum við stöðu arabafrúar.
Er hún að vísa til stöðu Palestínuarabakvenna?

|