22 janúar 2009

Sturlungaöld hin síðari

Mér fer nú að hætta að lítast á þessi mótmæli.
Þau eru farin að ganga úr böndum og menn verða að hægja á sér.
Það er réttur okkar að mótmæla en ég vil ekki sjá fólk slasað og að skemmdarverk séu unnin á eignum.
Lögreglumenn eru hluti þjóðarinnar, þeir hafa ekkert orðið betur úti í þessu efnahagsástandi en við hin, þeir eru að vinna vinnuna sína og það er mótmælendum ekki til framdráttar að stórslasa þá. Ekki frekar en það er lögreglunni til framdráttar að beita mótmælendur ofbeldi.
Það er nógur eldmatur í miðbæ Reykjavíkur og menn ættu að gæta að sér þegar verið er að kveikja bálkesti. Ég vil alla vega ekki sjá enn einn stórbrunann í 101 Reykjavík.
Það er eitt að vera með hávaða og annað að beita ofbeldi og vinna skemmdarverk.
Ég vildi að þessi svokölluðu stjórnvöld myndu sýna fram á einhverjar lausnir á ástandinu áður en allt fer gersamlega í bál og brand hjá okkur.

|