Manndrápsfærð
Það er best að vera sem minnst á ferð í dag.
Hér á Fljótsdalshéraði er stórvarasamt fyrir hvort heldur er akandi eða gangandi vegfarendur, sérstaklega á fáförnum leiðum.
Mjöllin þekur ísilagða jörðina þannig að bílarnir dansa og annar hver maður lendir á bossann.
Ég mæli með því að við fáum hláku.