06 janúar 2009

Gatan mín

Það bar ýmislegt til tíðinda í götunni minni í gær.
Það voru 6 af 16 húsum götunnar seld á nauðungaruppboði. Íbúðalánasjóður keypti 5 hús og Landsbankinn eitt hús.
Það er huggun harmi gegn að þessi hús voru í eigu byggingafyrirtækis en ekki einstaklinga.
En það gerðist líka eitt mjög jákvætt, gatan var loksins merkt, rúmu einu og hálfu ári eftir að fyrstu íbúarnir fluttu inn. Nú þarf ég ekki lengur að spyrja fólk hvort það viti hvar Hákon Aðalsteinsson eigi heima þegar ég er að vísa þeim leiðina heim til mín, eða segja að gatan þekkist á því að vera eina ómerkta gatan í hverfinu.

|