27 desember 2008

Uppáhalds jólalögin mín.

Saga úr sveitinni finnst mér alveg frábært jólalag.
Sungið af Ragnheiði Gröndal og Sigurði Guðmundssyni.
Baggalútur bjargaði jólunum 2004 hjá mér með Kósíheit par exelans, en ef ég kemst ekki í almennilegt jólaskap þá er bara að hlusta á jólakveðjurnar í gömlu Gufunni á Þorláksmessu eða á gömlu góðu Kókauglýsinguna.
Svo eru það náttúrulega þessi hátíðlegu lög sem fá mann næstum til að skæla, Sú nóttin var svo ágæt ein og Heims um ból.
Greogorian jólatónlist er líka yndisleg.

|