29 desember 2008

Í smá ömmuleik

Í gær fékk ég að bregða mér í smá ömmuleik.
Þeir komu norðan frá Húsavík feðgarnir Fannar, sonur Magga, og Magnús Atli.
Magnús Atli er 5 mánaða og er kominn með tvær tennur. Honum fer mjög vel fram litla manninum og er afskaplega hraustlegur. Svo brosir hann frá því hann vaknar og opnar augun, þar til hann sofnar og lokar þeim aftur.
Ég komst að því að það vantar eitt og annað hér í Skógarkot til að geta tekið á móti svona litlum gesti og ég verð að drífa mig í kaupfélagið okkar og kaupa sitt lítið af hverju.
Magga finnst full ástæða til að ég sé svolítið öfundsjúk af því að hann er afi en ég ekki amma. En ég er alveg búin að sætta mig við líf án barnabarna meðan dætur mínar eru í námi.
Eftir að þær funndu það út að ég setti ömmudrauminn á hilluna meðan þær eru í Háskólanum hafa þær planlagt alls konar framhaldsnám, meistargráður og doktorsnám.
Nú, þær verða þá bara vel menntaðar og það er nú aldeilis ágætt.

|