Hinn grái hversdagsleiki
Loks er lífið að komast í eðlilegt horf eftir veikindi og jólasukk.
Ekki frídagur fyrr en í apríl svo maður fær víst að vinna fyrir laununum sínum næstu mánuði.
Í dag fór ég loksins á spítalann að lesa fyrir vini mína, ég hef ekki komist á spítalann síðan í endann nóvember svo það var gaman að mæta aftur.
Hún Klófríður mín kom mér heldur betur á óvart í dag. Þegar ég var nýkomin heim úr vinnunni stóð hún mjálmandi við útidyrnar. Þegar ég hleypti henni inn var hún með dauðan snjótittling í kjaftinum. Það hefði ekki komið mér á óvart ef þetta hefði verið hún Kolgríma mín, en Klófríður!!! Hún hefur aldrei veitt neitt mér vitanlega. Ég held hún hljóti að hafa fundið þennan fugl dauðan á víðavangi, enda var hann ekki þesslegur að vera nýveiddur.
Alla vega fékk Klófríður ekki miklar þakkir fyrir að bera þessa björg í bú - þó það sé kreppa.