Erum við á Gaza?
Hún var röggsöm litla stúlkan á Austurvelli í gær.
En ekki er ég nú hrifin af því ef menn ætla að fara að beita börnum sínum fyrir sig í mótmælunum.
Það hefur verið bent á að fólk eigi að vernda börnin eins og hægt er í þessu erfiða ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þannig að það að sjá litla stúlku standa á ræðupalli og þruma yfir þjóðinni finnst mér skjóta skökku við. Það er allt of mikil ábyrgð lögð á þessar ungu herðar.
Leyfum börnunum okkar að eiga æsku sína í friði og njóta hennar eins og unnt er. Höldum þeim frá hringiðu mótmælanna og ástandsins í landinu eins og kostur er.
Þetta fer að minna á myndir af börnum í grjótkasti á Gazasvæðinu.