Hrakfallabálkurinn ég
Þá er ég komin aftur heim í mína heimabyggð.
Reykjavíkurreisan var vel lukkuð, afmælið hennar Siggu frábært og ég flaug sæl og ánægð heim um hádegisbilið í dag.
Það er nýfallin mjöll hér á Egilsstöðum og ég var varla fyrr komin út úr flugvélinni en ég steig á klakastykki sem faldi sig undir snjónum. Ég fékk heldur betur harkalega lendingu niður á bæði hnén og uppáhalds leggingsbuxurnar mínar hjuggustu í sundur.
Ég ákvað að það væri best að vera ekki að ofnota dýra læknisþjónustu á Íslandi svo ég gerði bara sjálf að sárinu og límdi það saman. Hnén á mér bera hvort sem er mörg merki athafnasemi minnar í bernsku svo eitt ör til eða frá skiptir ekki miklu máli.
Maggi var að bæta inn nýjum myndum á myndasíðuna sína. Krækjan inn á síðuna hans er hér vinstra megin á síðunni.