07 janúar 2009

Gömul kona fer á fætur

Hræðilega er erfitt að fara fram úr rúminu á morgnanna.
Í rauðabítið í morgun var ég búin að snúsa hvað eftir annað þegar ég loksins hafði mig upp á lappirnar og staulaðist fram að kaffivélinni.
Hálf sofandi fór ég inn á bað og þvoði mér í framan og þó ég vaknaði aðeins við að setja ískalt vatn á andlitið þá vaknaði heilinn ekki betur en svo að ég var rétt búin að bera tannkrem í andlitið á mér í staðinn fyrir nærandi krem fyrir andlit fimmtugra kvenna.
Ekki veit ég hvað við hér á norðurhveli jarðar erum að æða á lappir um miðjar nætur, klukkan að ganga átta þegar allt er kolsvart úti.

|