Forkastanleg vinnubrögð
Alveg blöskrar mér framkoma æðstu manna Landhelgisgæslunnar.
Ekki vildi ég lesa um það á netinu að til stæði að segja upp x mörgum í minni vinnu og enginn fengi að vita hverjum á að segja upp og hverjum ekki.
Hafa yfirmenn Gæslunnar ekki heyrt talað um starfsmannafundi? Af hverju var starfsmönnunum ekki kynnt hvað fyrir dyrum stæði? Af hverju er þeim ekki boðið að taka á sig launaskerðingu eða minnkað starfshlutfall til að allir geti haldið starfi sínu? Kemur almennum starfmönnum Gæslunnar þetta mál ekkert við?
Á sama tíma berast fréttir af spillingu í mannaráðningum innan þessarar frómu stofnunar. Ég var nú svo barnaleg að halda að það heyrði fortíðinni til að forstöðumenn ríkisstofnana hegðuðu sér eins og þeirra stofnun væri þeirra einkaeign og innan veggja sinnar stofununar mættu þeir hegða sér eins og smákóngar. Þetta tíðkaðist fyrir 30 - 40 árum en ég hélt að þetta væri liðin tíð.
Þetta eru gersamlega ólíðandi vinnubrögð en ég á ekki von á að stjórnvöld geri neitt í þessu máli frekar en í öðrum málum þar sem rotið mynstur samfélags okkar er að koma í ljós.
Ísland best í heim!!! Ísland minnst spillta land í heimi!!! Voðalega höfum við verið græneyg og látið spila með okkur.