15 janúar 2009

Pollýanna hvar ertu?

Mig langar í lítið útvarp á náttborðið hjá mér.
Um daginn þegar ég var í Reykjavík fór ég inn í eina af stóru verslunum og fór þangað sem raftækin eiga að vera. En ég gekk framhjá röð af tómum hillum, sjón sem maður hefur ekki átt að venjast á Íslandi.
Ég fór svo á netið í gær og skoðaði heimasíðu Elko. Þar er hver myndin af annarri með textanum - Uppselt í augnablikinu.
Ekki það að þessi raftæki skipti svo sem máli, en ég held að þetta sé bara forsmekkurinn af því sem er að skella á okkur. Tómar búðahillur benda til að verslunareigendur séu í vanda og þetta er eins og snjóbolti sem er farinn af stað og er að smá hlaða utan á sig.
Pollýönnuheimspekin á svo vel við mig, en mér finnst einhvern veginn eins og Pollýanna sé í felum. Best að hafa upp á henni svo ég leggist ekki í þunglyndi.

|